5. bekkur á ferðalagi um næsta nágrenni

Nú þegar aðeins nokkir hefðbundnir kennsludagar eru eftir í Grunnskóla Vestmannaeyja, fram að sumarfríi, er reynt að brjóta upp hversdagsleikan á ýmsan hátt. Í síðustu viku var hjóladagur í GRV þar sem yngstu börnin mættu á hjóli og Kiwanismenn færðu nemendum í fyrsta bekk reiðhjólahjálm að gjöf.

Í upphafi núlíðandi viku skelltu nemendur í 5. bekk sér í dagsferð á fastalandið þar sem þeir skoðuð eitt og annað hjá nágrönnum okkar í Rangárþingi Eystra. Farið var á Lava Center, eldfjallasafnið á Hvolsvelli. Þar var einnig slegið upp heljarinnar pítsuveislu à Gallery Pizza. Að því loknu lá leiðin að Seljalandsfossi og Gljúfrabúa áður Herjólfur flutti hópinn heim að nýju.
Myndir úr ferðinni má sjá hér að neðan.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search