Sýningin býður upp á allt það besta, húmor, dans, tónlist og söng

Fimmtudaginn 28. mars frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja grín söngleikinn Spamalot. Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og hefur verið sýndur við miklar vinsældir á Broadway, West End og víða um heim.

Valgerður Elín Sigmarsdóttir eða Vallý eins og hún er kölluð hefur haft nóg að sinna við undirbúning verksins. Ásamt því að hjálpa til við sviðmynd, hanna búninga þá leikur hún eina Karamellusystur sem er hluti af sex manna danshóp sem dansa heiftarlega í gegnum verkið. 

Hvað getur þú sagt okkur um Spamalot hjá Leikfélagi Vestmannaeyja? 

Þetta er alveg frábær sýning sem sýnd hefur verið um allan heim og unnið til margra verðlauna, hún býður upp á allt það besta, húmor, dans, tónlist, söng og svo margt fleira. Leikstjórinn, leikhópurinn og allir aðrir sem koma að sýningunni eiga svo sannarlega skilið gott lof fyrir alla vinnunna sem er nú að skila sér í alveg stórkostlegu verki. 

Nú hefur þú mikið komið að hönnun búninga í LV, hvernig kom það til? 

Árið 2022 settum við upp Ávaxtakörfuna hér í leikfélaginu þar sem ég lék Geddu Gulrót, ég hafði horft mikið á það leikrit sem barn og var með margar hugmyndir varðandi búninga sem ég stakk undir leikstjórann. Þá vann ég með Unni Guðgeirsdóttur í búningaherberginu og rifjaði upp gamla takta á saumavélinni. Síðan í næstu leikritum hef ég tekið yfir saumadeildinni eftir að Unnur hætti og hef nú bæði unnið með leikstjóra og sjálfstætt við að hanna og sauma/ búa til búninga. 

Hvað myndir þú segja að væri uppáhalds búningahönnunin þín? Þetta verk sem við erum að setja upp núna er búið að vera mjög krefjandi þar sem að við erum að hanna yfir 100 búninga! En þar standa riddara búningarnir helst upp úr. Annars verð ég að segja að Tumi engispretta úr Gosa.

Hvaðan færðu innblástur? 

Í hverju verki fyrir sig finnst mér gaman að skoða hvað önnur leikhús úti í heimi hafa gert, síðan skoða ég hvaða tíma og stað þetta gerist á og dreg svo innblástur frá því. Þannig að það veltur mikið á því hvaða leikrit er verið að setja upp og hver karakterinn sjálfur er.

Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir leiklist og hvenær byrjaðir þú í LV? 

Mér fannst alltaf mjög gaman að fara á leikrit og leit mikið upp til leikarana á sviðinu en á yngri árum hvarlaði það ekki að mér að fara sjálf á svið og gefa færi á mér, fyrr en í 9. bekk þegar vinkonur mínar drógu mig með sér í leikhúsið. Síðan þá hef ég ekki farið þaðan, enda ótrúlega skemmtilegt. 

Hvað hefur þú tekið þátt í mörgum verkum? 

Þetta er níunda verkið sem ég tek þátt í en þau eru  Klaufar og Kóngsdætur, Latabær, Línu Langsokkur, Spamalot sem fór ekki á svið vegna Covid, Síðan eru liðin mörg ár, Ávaxtakarfan, Rocky Horror, Gosi og nú aftur Spamalot. 

Áttu þér eitthvað draumaverk sem þú myndir vilja taka þátt í? 

Moulin Rouge og Chicago.

Besta leikrit/söngleikur sem þú hefur séð? 

Back to the future sem ég sá á West End í London. Mæli heiftarlega með.

Örfá orð um það sem þú hefur verið að bardúsa fram til þessa utan LV?  

Ég hef verið að undirbúa allt sem þarf áður en ég flyt út í haust og nýta þann tíma sem ég hef með vinum og fjölskyldu.

Áhugamál að leiklist undanskildinni? 

Ég hef mjög gaman af öllu föndri og handavinnu, til dæmis að mála eða hekla, spila á nintendo switch, en aðallega finnst mér gaman að vera með vinum mínum og brasa eitthvað skemmtilegt með þeim. 

Hverju ertu stoltust af?  

Seiglunni minni, hef tileinkað mér það að leggja mig alltaf vel fram og skila frá mér góðu verki. 

Á hvað stefniru? 

Í haust er ég á leið í nám í Bretlandi til BA-gráðu í Sviðshöfunda-, leikmynda- og búningahönnun.

Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár? 

Ég vil helst búa hér á Íslandi með fjölskyldu en vinna allskonar verkefni út um allan heim.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Mamma og ömmur mínar. 

Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju? 

Ég myndi vilja fara aftur til aldamótanna og fara á Spice Girls tónleika, Amy Winehouse tónleika og upplifa íslenska tónlistastefnu á þessum tíma, til dæmis Jónsa í svörtum fötum eða Birgittu Haukdal. 

Típískur dagur hjá þér? 

Í augnablikinu er það að vakna, borða, leikhús um klukkan níu og fram eftir kvöldi/ nóttu og svo heim að sofa. Nóg að gera í frumsýningarviku. 

Hvaða stað/land/borg myndir þú vilja heimsækja og afhverju? 

Mig langar að fara til Grikklands eða Krótaíu og bara slaka á í sólinni með ferska appelsínu.

Eru einhverjar páskahefðir hjá ykkur? Ef já, þá hverjar? 

Undanfarið hef ég verið að sýna yfir páskanna og það hefur komið upp sú hefð að fara í hádegismat á frumsýningardegi og djamma eftir sýninga helgina. Annars bara liggja uppi í sófa að borða páskaegg og horfa á góða mynd.

Eitthvað sem þú vilt bæta við? Eitthvað að lokum? Allir að mæta á sýningar Spamalot um páskana!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search