18.07.2020
7 Tindar á Heimaey var ræst út kl 12:00 í dag, alls tóku 49 manns þátt frá aldrinum 8 ára upp í 66 ára. Gleðin skein úr andliti allra enda er þessi viðburður eintóm gleði. Það var sól en jú frekar hvasst á tímabili en allt gekk vel og allir komu heilir í mark sáttir.
Garðar Heiðar Eyjólfsson var fyrstur að klára 7 Tinda á Heimaey í ár á tímanum 2 tímanum 13 mín og 54 sek, rétt á eftir honum var Hlynur Herjólfsson á tímanum 2 tímum 14 mín og 42 sek og þess má geta að Hlynur suðaði í Garðari að taka þátt í dag, það er spurning hvort hann hafi séð eftir því í lokinn.
Presthjónin okkar Gíslína og Guðmundur.