Karl Bretakonungur og Kamilla drottning lýstu aðdáun sinni á starfi viðbragðsaðila á Íslandi

Guðni TH forseti var í heimsókn í Vestmannaeyjum í síðustu viku eins og áður hefur komið fram. Hann segir hér frá ferðum sínum í facebook færslu sem hann birti í gær.
Í morgun átti ég símafund með Karli Gústafi Svíakonungi. Hann óskaði eftir samtali vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga og lét í ljós stuðning og samúð sænsku þjóðarinnar. Það sama gerði Karl Bretakonungur í bréfi sem hann sendi mér fyrir helgi. Þau Kamilla drottning lýstu þar aðdáun sinni á starfi viðbragðsaðila á Íslandi og tjáðu samhug sinn með Grindvíkingum sem hafa þurft að flýja heimili sín. Gott er að finna fyrir hlýhug og stuðningi grannþjóða þegar á reynir. Má þá nefna líka frændur okkar í Færeyjum sem hafa lagt söfnun Rauða krossins lið til styrktar Grindvíkingum.
Rúm vika er nú liðin frá því að gos hófst við Grindavík og hraun flæddi yfir byggð í fyrsta sinn á Íslandi í hálfa öld. Þótt eldsumbrotum sé lokið að sinni er ljóst að straumhvörf hafa orðið við Grindavík. Við vitum núna að ekkert verður þar sem fyrr. Nú þarf nýjar lausnir, ný svör og ný heimili til lengri eða skemmri tíma. Þetta þarf að vera sameiginlegt markmið okkar Íslendinga.
Þannig hljóðaði kveðja sem ég sendi Grindvíkingum á íbúafundi þeirra á mánudaginn var og Fannar Jónasson bæjarstjóri las upp fyrir mína hönd. Kveðjuna sendi ég frá Vestmannaeyjum þar sem ég var í byrjun vikunnar, heimsótti skóla og fyrirtæki og lauk deginum á dvalarheimilinu Hraunbúðum. Þar fylgdist ég með leik karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í hópi aldraðra Eyjamanna. Þau vita mörg af eigin reynslu hvernig það er að þurfa að yfirgefa heimili sín í skugga eldsumbrota og hugsa hlýtt til Grindvíkinga, eins og þjóðin öll. Og mikið var sigurinn úti flottur í dag. Áfram Ísland!
Læknadagar fóru fram í vikunni sem leið. Þar opnaði ég málþing um umhverfis- og heilbrigðismál og minnti sem fyrr á mikilvægi forvirkra aðgerða og lýðheilsu í allri okkar heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur verið eitt minna leiðarstefja á forsetastóli.
Á fimmtudaginn naut ég svo þeirrar ánægju að afhenda Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Að þessu sinni voru þau veitt fyrir verkefni sem snýst um nýja tækni til að draga úr kolefnislosun í byggingariðnaði. Ég óska þeim Heiðari Snæ Ásgeirssyni og Gonzalo Patricio Eldredge Arenas aftur til hamingju og óska handhöfum allra öndvegisverkefnanna áfram velfarnaðar. Ykkar er framtíðin!
Í vikunni var líka veittur styrkur úr Vísindasjóði Lungnasamtakanna, vegna rannsóknar á nýju meðferðarúrræði gegn lungnaskaða vegna öndunarvéla. Eliza er verndari Lungnasamtakanna og færði Jóni Pétri Jólessyni nýdoktor styrkinn.
Þá afhenti Eliza Hvatningarverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu í nýliðinni vikunni sem leið. Þau komu í hlut Bláa lónsins.
Saman tókum við Eliza svo þátt í viðburði Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þar perluðum við og fjöldi annarra sjálfboðaliða armbönd sen seld verða til styrktar Krafti. Á armböndunum má lesa hvatningarorðin Lífið er núna. Um leið og við eigum að læra af reynslunni og búa í haginn fyrir framtíðina megum við reyna að njóta hvers dags.

Perlað af Krafti – 21.1 2024. Harpan. Eva Ruza, Hjálmar, Jón Ragnar Jónsson, Friðrik Dór, Kvennakórinn Katla, Guðrún Árný, Þjóðleikshúsið – Lára og Jónsi, Arnar Sveinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search