Þriðjudagur 18. júní 2024

48 ár frá strandi Gjafars VE 300 – myndir frá blöðum þess tíma

Gjafar VE 300

Í dag eru liðin 48 ár frá því að Gjafar VE 300 strandaði í innsiglingunni í Grindavík, rétt tæpum mánuði eftir að Heimaeyjargosið hófst.

Um 430 manns eiga minningar um að hafa siglt með þessu farsæla aflaskipi á flóttanum frá Heimaey til Þorlákshafnar hina örlagaríku aðfaranótt 23.janúar 1973 þegar eldgosið hófst.

Rúmum tveimur vikum síðar tók áhöfnin þátt í einni umfangmestu leit sem Íslendingar hafa tengst í Atlandshafinu. Mildi þótti að enginn skyldi farast í leitinni í því mikla óveðri sem geisaði dagana tíu sem leitin stóð yfir.

Leitað var að áhöfn tíu manns sem voru um borð í Sjöstjörnunni frá Keflavík, sjá mynd með frétt frá Morgunblaðinu.

Og rétt um mánuði eftir að gosið hófst réðust svo örlög bátsins þegar hann strandaði við innsiglinguna í Grindavík. Björgunarsveitinni Þorbirni tókst með afar vasklegri framgöngu að bjarga allri áhöfninni,tólf mönnum. ( sjá mynd neðar frá frétt M0rgunblaðsins.)

(skjáskot úr bók Útkalls á ögurstundu)

 

Forsíða Morgunblaðsins þar sem greint er frá björguninni í Grindavík. Og ef þið lesið neðar á forsíðuna þá var einn fremsti eldfjallafræðingur með það álit á Vestmannaeyjakaupstað að hann væri dauðadæmdur. En í dag 2021, 48 árum síðar hamingjusömust allra bæjarfélaga. Eins og krakkarnir segja FACE á þig. (Skjáskot úr Útkall á ögurstundu)

 

Forsíðumyndina tók Sigurgeir Jónasson.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search