Í dag 23. janúar, er liðin 48 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Alla tíð síðan hefur þessi viðburður markað og litað mannlífið í Eyjum. Fyrst var það baráttan við gosið og baráttan um byggðina, síðar hreinsunin og uppbyggingin og síðar baráttan við að sætta sig við breytta bæjarmynd, breytta Heimaey.
En alltaf var það samstaðan sem kom okkur Eyjamönnum í gegnum þetta. Í dag er uppi ótrúleg staða, við megum ekki koma saman og minnast, megum ekki hittast og faðmast og sýna hvert öðru samhug.
Í kvöld ætlar Goslokanefnd að bjóða upp á minningarstund frá Landakirkju sem streymt verður á Youtube. Minningarstundin hefst kl. 20.00. Slóð af streymi minnarstundarinnar kemur síðar í dag.
Við hvetjum alla Eyjamenn og velunnara Eyjanna nær og fjær til að eiga með okkur ánægjulega kvöldstund.
Að undirbúningu og skipulagi stóðu þeir Birgir Nielsen Þórsson, Gísli Stefánsson og Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Í kvöld muns svo hljómsveit skipuð þeim Birgir Nielsen Þórsson – trommur, Gísli Stefánsson – Gítar, Kristinn “Diddi” Jónsson – bassi og Þórir Ólafsson – hljómborð spila undir með þeim Söru Renee Griffin, Þórarni Ólasyni, Jarli Sigurgeirssyni sem einnig spilar á gítar og síðast en ekki síst Unnari Gísla Sigmundssyni sem leikur líka á gítar.
Kynnir þessa minngarstundar er enginn annar en Bjarni Ólafur Guðmundsson. Myndataka og tæknimál eru í höndum Arnars Júlíussonar og Gísla Stefánssonar. Eins mun Sr. Viðar Stefánsson flytja hugvekju og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flytja opnunarávarp.