47 ár síðan gosið hófst. Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér? – Myndband

23.01.2020

Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr, en tækin sem þá voru fyrir hendi dugðu ekki til að staðsetja upptök merkjanna ótvírætt.

Núna er búið að leggja út næma jarðskjálftamæla víðs vegar um landið, einkum þó þar sem mestar líkur eru á jarðskjálftum og þeir tengjast til dæmis hugsanlegum eldgosum. Þessir mælar nema minnstu hreyfingar jarðskorpunnar, svokallaða smáskjálfta (microseisms) sem eru miklu miklu minni en við mundum nokkurn tímann finna sjálf.

Þó að þeir séu í sjálfu sér algerlega óskaðlegir og hættulausir þá geta þeir einmitt verið forboðar um eldgos eða jafnvel stærri jarðskjálfta. Einnig geta jarðvísindamenn gert nákvæmar mælingar á hægum hreyfingum jarðskorpunnar og áttað sig þannig á hreyfingum bergkviku neðan jarðar, en af þeim má líka stundum ráða ýmislegt um líkur á jarðskjálftum eða eldgosum.

Mælingamerkin frá skjálftamælum úti um landið safnast nær samstundis saman í ákveðnum rannsóknastöðvum, til dæmis á Veðurstofu Íslands og á Raunvísindastofnun Háskólans. Með því að skoða smáskjálftana þar má nú á dögum yfirleitt segja fyrir um að nú sé eldgos í nánd á tilteknum stað, eða þá stærri jarðskjálfti.Spurningin er því afar eðlileg: Ef eldgos á borð við Heimaeyjargosið 1973 kæmi nú á dögum eru yfirgnæfandi líkur á að það geri boð á undan sér sem vísindamenn munu finna.

( upplýsingar teknar frá vísindavefur.is, forsíðumynd Mats Wibe Lund.)

Heimildarmynd um hjálparstarf Rauða kross Íslands í kjölfar Vestmannaeyjagossins 1973. Framleiðandi Athygli hf fyrir Rauða kross Íslands 1994.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search