02.10.2020
Í tuttugu ár hefur Einar Hallgrímsson reynt að hafa upp á seinni sjónvarpsþættinum sem var gerður í sjónvarpinu í gosinu með músíköntum frá Eyjum.
Einar var búinn að fara tvisvar upp í sjónvarp og einnig sent Árna Johnsen en hann var skrifaður fyrir þáttunum en ekkert fannst.Það var ekki búið að finna upp vídeotæki á þessum tíma svo enginn átti seinni þáttinn en fyrri þátturinn var endursýndur um 1980 og þá átti fólk orðið vídeotæki og margir tóku þáttinn upp og hann er aðgengilegur á Youtube.
Svo skeður það í sumar að það er sýndur þáttur um frægan eyjamann og í honum bregður fyrir atriði sem ég kannast við sem hluta af seinni þættinum. Kannski var þátturinn ekki týndur heldur bara í láni úti í bæ hugsaði Einar með sér.
Einar fékk þá Páll Magnússon til að fara á stúfana jú hann þekkir allt og alla í þessum bransa.Viti menn án þess að ég skýri þetta frekar út mér var sendur þátturinn og ég fékk Andra Hugo til að skella honum inn á Youtube.
Þarna er fullt af fólki sem fallið er frá og aðrir sprelllifandi.
Njótið vel segir Einar Hallgrímsson á facebooksíðu sinni.
Og við á Tígli segjum takk Einar fyrir að vera vel vakandi yfir þessum gullmola.