46 ára tónlistaþáttur með tónlistafólki frá Vestmannaeyjum kominn í leitirnar - myndband | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-10-02 at 11.53.44

46 ára tónlistaþáttur með tónlistafólki frá Vestmannaeyjum kominn í leitirnar – myndband

02.10.2020

Í tuttugu ár hefur Einar Hallgrímsson reynt að hafa upp á seinni sjónvarpsþættinum sem var gerður í sjónvarpinu í gosinu með músíköntum frá Eyjum.

Einar var búinn að fara tvisvar upp í sjónvarp og einnig sent Árna Johnsen en hann var skrifaður fyrir þáttunum en ekkert fannst.Það var ekki búið að finna upp vídeotæki á þessum tíma svo enginn átti seinni þáttinn en fyrri þátturinn var endursýndur um 1980 og þá átti fólk orðið vídeotæki og margir tóku þáttinn upp og hann er aðgengilegur á Youtube.

Svo skeður það í sumar að það er sýndur þáttur um frægan eyjamann og í honum bregður fyrir atriði sem ég kannast við sem hluta af seinni þættinum. Kannski var þátturinn ekki týndur heldur bara í láni úti í bæ hugsaði Einar með sér.

Einar fékk þá Páll Magnússon til að fara á stúfana jú hann þekkir allt og alla í þessum bransa.Viti menn án þess að ég skýri þetta frekar út mér var sendur þátturinn og ég fékk Andra Hugo til að skella honum inn á Youtube.

Þarna er fullt af fólki sem fallið er frá og aðrir sprelllifandi.

Njótið vel segir Einar Hallgrímsson á facebooksíðu sinni.

Og við á Tígli segjum takk Einar fyrir að vera vel vakandi yfir þessum gullmola.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Elskar hrekkjavökuna og tekur þetta alla leið – myndband
Ör- hugvekja Landakirkju
Hvað þýðir ást? Svör 4 – 8 ára barna við því
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X