Í gærkvöldi sigruðu ÍBV stelpurnar okkar lið Selfoss 29-26 í undanúrslitum Powerade bikarsins, Final 4! Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk. Elísa Elíasdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu fjögur mörk hver. Þá varði Marta Wawrzykowska 14 skot. Með sigrinum tryggðu þær sér sæti í úrslitaleikinn. Þar mæta þær Valskonum á laugardaginn kl.13:30. ÍBV þakkar þeim stuðningsmönnum sem lögðu leið sína á leikinn í gær kærlega fyrir stuðninginn segir í Facebookfærslu félagsins. Nú er bikar í boði og viljum við sjá troðfulla höll af hvítum treyjum á laugardag. Mætum og styðjum við bakið á stelpunum. ÍBV mun auglýsa rútuferðir og ýmislegt annað á næstu dögum – Takið daginn frá.
Sunnudagur 19. mars 2023