Þriðjudagur 23. júlí 2024

4. desember – Jóladagatal Listasafnsins

Enn einn Eyjamaður birtist er glugginn að fjórða degi desember er opnaður.

Listaverk dagsins skipar sérstakan sess í sögulegri vitund okkar.

Ekki einasta er það eftir einn dáðasta listamanninn frá Vestmannaeyjum, Guðna Hermansen, heldur má líta á það sem spásögn eða forboða að því sem gerðist þó svo að það gæti ekki gerst – að minnsta kosti næstu nokkur þúsund árin.

Hefnd Helgafells er ákall listamannsins til fjallsins að það bregðist sjálft við malartökunni sem þá hafði staðið lengi yfir. Málverkið er frá 1971 er Guðni hafði farið í sína fyrstu og síðustu mótmælagöngu enda miklu nær að kalla fram viðbrögð með því að nota mátt pensilsins.

Árið 1972 keypti Jóhanna Hermannsdóttir verkið og flutti til Bandaríkjanna þar sem það var allar götur til 2018 er Gísli Pálsson prófessor frá Bólstað varð meðalgöngumaður um að Jóhanna gæfi Vestmannaeyjabæ verkið og annar Eyjamaður, Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra sá um flutning á einstöku listaverki yfir hafið og heim aftur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search