Laugardagur 26. nóvember 2022

Námsferð til Kaupmannahafnar

Dagana 9.-13. nóvember fóru 8 nemendur í valáfanga í dönsku (ásamt kennurum) í frábæra námsferð til Kaupmannahafnar. Í ferðinni var lögð áhersla á m.a. danska menningu, skilning á tungumálinu og nýta fyrri dönskukennslu til að auka færni í samskiptum.

Við lendingu var nemendum hent strax í djúpu laugina þar sem þær þurftu sjálfar að finna leiðina á hótelið í gegnum danska samgöngukerfið. Unnin voru mismunandi verkefni t.d. myndakeppni þar sem nemendur fengu lista (á dönsku) yfir hina ýmsu hluti sem þær áttu að finna í búðum á Strøget ásamt því að biðja um aðstoð á dönsku.

Þær fengu að upplifa ólíka danska menningu t.d. var farið í kanaltur frá Nyhavn, á skautasvell á Amager ásamt þess að skoða menninguna í Christiania svo eitthvað sé nefnt.
Hápunkturinn var án efa göngutúr með Gadens Stemmer, þar sem fyrrum heimilislaus maður gaf okkur persónulega innsýn í líf heimilislausra í Kaupmannahöfn. Það var lærdómsrík upplifun sem tók á. Hann fræddi um starfsemi Hugs & Food sem gefur heimilislausum frítt fæði, hryllinginn á götunum og mikilvægi hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa sem hlúa að heimilislausum. Allir geta lent í því að verða heimilislausir, en það er alltaf von, sem okkar maður sannaði svo sannarlega.

Þessi ferð fékk ekki einungis nemendur til að fara út fyrir þægindaramman varðandi tungumálið en einnig sigruðust nokkrir nemendur á lofthræðslu þegar farið var upp á topp Vor Frelsers Kirke. Keppnisskap nemenda fékk jafnframt að skína er þær tóku þátt í H.C. Andersen ratleik um miðbæ Kaupmannahafnar.
Allar voru ánægðar með ferðina og á heimleiðinni var rætt um hversu frábær borg Kaupmannahöfn er og að það væri leiðinlegt að kveðja. Allar voru þær ákveðnar í að koma aftur til Danmerkur, eins og einn nemandi sagði: „Engar áhyggjur Kaupmannahöfn, við komum aftur“.

Nemendur vilja nota tækifærið og þakka eftirfarandi fyrirtækjum fyrir stuðninginn: Miðstöðin, Geisli, Skipalyftan, Íslandsbanki og Þekkingasetrið. Án þeirra stuðnings hefði þessi ferð ekki getað orðið að veruleika.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is