Þriðjudagur 4. október 2022

3,3 milljónir til íþóttafélaga í Vestmannaeyjum

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára.

Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Af þessum 300 milljónum renna rúmlega 3,3 milljónir króna til íþróttafélaga í Vestmannaeyjum. Skiptingin á milli aðildarfélaga ÍBV héraðssambands eru á þenna hátt:

 • Fimleikafélagið Rán, 376.476
 • Golfklúbbur Vestmannaeyja, 197.443
 • ÍBV Íþróttafélag, 2.578.475
 • Karatefélag Vestmannaeyja, 50.000
 • Körfuknattleiksfélag ÍBV, 50.000
 • Sundfélag ÍBV, 65.254

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Tillaga ÍSÍ felur í sér að alls 224 félög hljóta styrk til þess að mæta þeim aðstæðum sem langvarandi samkomubann og sóttvarnarráðstafanir höfðu á starfsemi þeirra. Stuðningurinn nú kemur til viðbótar 450 milljónum kr. sem úthlutað var til rúmlega 200 íþrótta- og ungmennafélaga sem lið í fjárfestingarátaki stjórnvalda í fyrra.“

Tillit er tekið til fjölgreinafélaga og getur úthlutun til einstaks íþróttafélags ekki orðið hærri en 3% af veltu félagsins samkvæmt staðfestum reikningsskilum 2019. Sjá nánar um úthlutunina á vef ÍSÍ.

Þá stendur fjölskyldum til boða 45.000 kr. tómstundastyrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014, falli heimilið undir ákveðin tekjuviðmið. Umsóknafrestur vegna þeirra styrkja er til 15. apríl nk. Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is