ÍBV stelpurnar heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í dag á Samsung-völlinn. ÍBV fengu góð færi í fyrra hluta leiksins sem þær náðu ekki að nýta. Fyrsta mark Stjörnunnar kom rétt fyrir hálfleik á 39. mínútu. Mörk stjörnunnar komu svo á 51. 53. og 79. mínútum.
Lokatölur 4-0 á Samsungvellinum. Stjarnan í 3. sæti með 19 stig en ÍBV í 4. sæti með 17 stig í Bestu deildinni. Þetta var síðasti leikur deildarinnar fyrir langt hlé en Evrópumót landsliða tekur nú við og er næsti leikur í Bestu-deildinni ekki fyrr en 28. júlí er Valur spilar við Stjörnuna.
Stjarnan 4 – 0 ÍBV
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (’39 )
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir (’51 )
3-0 Jasmín Erla Ingadóttir (’53 )
4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (’79 )