3.desember – Klaudia Beata Wanecka – Pólland

Day 3/ Dagur 3 – Klaudia Beata Wanecka – Poland/Pólland

Multicultural Center Vestmannaeyjar ætlar að hafa jóladagatal á Facebook í desember!

Til þess að fagna fjölbreytileikanum ætlum við að hafa uppskriftir af jólamat frá mismunandi löndum í 24 daga í desember!

Ein uppskrift á dag mun birtast á facebook síðunni og tilvalið fyrir nýungagjarna sælkera að prófa sig áfram með jólauppskriftir frá Rúmeníu, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Portúgal og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu birtast 2 gamlar og góðar frá Íslandi. Uppskriftirnar verða birtar bæði á ensku og íslensku svo að sem flestir geti notið þeirra.

Hér er uppskrift dagsins frá Póllandi:

Uszka – “eyru” dumplings (með kjöti)

Hráefni:
Fylling:
400 gr soðið nauta eða kjúklingakjöt
1 laukur
100 ml heitt grænmentissoð
½ hvítlaukur
Marjoram krydd
1 msk smjör
Salt og pipar
Deig:
300g hveiti
1 egg
Salt
150ml heitt vatn
20 gr. smjör við stofuhita
Aðferð
Fylling:
Saxaðu laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið upp úr smjöri. Gættu þess að brenna ekki.
Blandið saman soðnu kjötinu og laukunum og vinnið vel í matvinnsluvél. Kryddaðu með salti, pipar og marjoram kryddi. Bætið útí 100 ml af heitu grænmetissoði og blandið vel saman. Þá er fyllingin tilbúin.
Deig:
Settu hveiti, egg, salt og smjör í skál og hrærðu saman. Bættu svo vatni í rólega. Hnoðaðu degið vel, settu svo matarfilmu yfir degið og leyfðu þvi að hvílast í 30min.
Skiptu svo deginu í 4 hluta, taktu inn hlut af deginu og byrjaðu að fletja út með kökukefli þar til að degið er mjög þunnt. Notaðu glas til þess að skera út hringi úr deginu. Taktu einn hring, teygðu aðeins á honum með puttunum og settu eina teskeið af fyllingu í miðju. Þá brýtur þú degið í tvennt og þrýstir saman á endunum. Þá endar þú upp með svona hálfmána með fyllingu, og þá tekurðu endanana á hálfmánanum og þrýstir saman. Þá eru “Eyru” dumplings tilbúin.
Til þess að sjóða þau þarf að sjóða vatn í stórum potti, setja salt í vatnið. Settu nokkur dumplings í sjóðandi vatn, hrærðu reglulega í vatninu, eftir 2-3 mínutúr ættu dumplings að koma upp á yfirborðið þá er hægt að taka þau úr vatninu. Skolaðu dumplings með köldu vatni og settu smá olíu yfir svo þau límist ekki saman.
“Eyru” dumplings eða uszka eru borðuð með rauðrófusúpu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is