27.07.2020
Það var í nógu að snúast um borð í Herjólfi í dag en alls fóru 2825 með skipinu í dag enda var mikið líf og fjör um alla eyju í góða veðrinu í dag.
Svanur Gunnsteinsson vélstjóri á Herjólfi setti þessa facebookfærslu rétt í þessu :
Já aldeilis fínn dagur í farþegaflutningum í dag. 2825 farþegar sem gerir þetta að mesta flutningi á árinu. Til gamans má geta þess að í apríl voru farþegar allan mánuðinn 4646.
