Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin loðna veiddist allt árið í fyrra. Botnfiskafli var tæp 46 þúsun tonn segir í frétt á síðu Hagstofu Íslands
Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2020 til febrúar 2021, var heildaraflinn rúmlega ein milljón tonn sem er álíka magn og var landað á sama 12 mánaða tímabili ári áður. Uppsjávarafli var 564 þúsund tonn, botnfiskafli 474 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 25 þúsund tonn.
Afli í febrúar metinn á föstu verðlagi sýnir 9,5% meiri aukningu í verðmætum en í febrúar 2020.

Forsíðumynd: Hólmgeir Austfjörð