240 ára afmælishátíð Landakirkju felld niður

21.08.2020

Vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu um þessar mundir hefur verið ákveðið að 240 ára afmælishátíð Landakirkju, sem til stóð að yrði 30.ágúst næstkomandi, muni falla niður.  Undirbúningur fyrir hátíðina hefur staðið yfir um nokkurt skeið, og líklega hafa bæjarbúar einna helst orðið varir við andlitslyftinguna á veggnum umhverfis kirkjuna, auk þess sem verið er að reisa nýjan vegg að vestanverðu (við Vallargötu).

Það er ljóst að kirkjustarfið þarfnast svolítillar aðlögunar vegna kórónaveirunnar, og um þessar mundir eru fermingar á fullu í Landakirkju, þó með breyttu sniði miðað við það sem gengur og gerist.  Fjöldatakmarkanir eru í athöfnunum og tveggja metra reglan er einnig höfð í hávegum, auk þess sem engar altarisgöngur eru í kirkjum landsins.

Fermingarfræðsla fyrir 2007 árganginn mun hefjast seinna í haust en venjulega og munu prestarnir fá að koma skráningarblöðum í skólann ásamt nánari upplýsingum um veturinn framundan.

Kv. Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is