10.03.2020
Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu með eftirfarandi upplýsingum.
Í dag eru 23 einstaklingar í sóttkví á Suðurlandi og þar af eru 2 einstaklingar nú í sóttkví í Vestmannaeyjum auk aðstandanda á heimili.
Engin „líkleg tilfelli“ hafa komið upp í Vestmannaeyjum, en tekin hafa verið fáein sýni í skimunarskyni.
Það er eitthvað um að fólk færist til milli húsnæða (sérstaklega milli eigins heimilis og og sumarbústaðs) í sóttkví/einangrun og vegna slíkra flutninga eru t.d. núna engir með staðfest smit staðsettir á Suðurlandi. Fáein sýni af Suðurlandi bíða vinnslu á morgun á veirufræðideild Landspítala líkt og verið hefur síðustu daga.