23. desember – Listasafn Vestmannaeyja – Jóhannes Sveinsson Kjarval

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) er listmálari dagsins og vitaskuld í hópi frægustu listamanna þjóðarinnar fyrr og síðar.

Hann brýtur í blað í jóladagatali okkar þar sem hann er ekki Eyjamaður en tvennt er það sem tengir hann með sérstökum hætti Eyjunum og Listasafni Vestmannaeyja.

Annað er að hér er varðveitt eitt stærsta safn Kjarvalsmálverka sem til er á landinu, samtals 37 málverk, og eru flest þeirra komin sem gjöf en ekki gjald úr hendi hjónanna Sigfúsar M. Johnsen og Jarþrúðar Pétursdóttur Johnsen.

Annað er að árið 1913 siglir Kjarval til Hafnar að nema við Konunglega listaháskólann. Ári síðar, 1914, kemur hann sumarferð til Íslands.

Í hinu mikla safnriti Kjarval, sem kom út árið 2005, segir um sumardvöl hans (bls. 55):,Kjaval afreið að verja sumrinu 1914 á Íslandi  og hélt heim með farþegaskipinu Botníu 24. maí. Þessi ferð er í raun fyrsti eiginlegi málaraleiðangur hans til Íslands og markaði upphafið að glímu hans við íslenskt landslag.

Áður en Kjarval hélt utan til náms höfðu sjávarmyndir verið höfuðviðfangsefni hans og nú valdi hann Vestmannaeyjar sem fyrsta viðkomustað sinn. Þar dvaldist hann um hríð og málaði þrátt fyrir válynd veður.“

Tvö málverk frá þessu upphafsskeiði Kjarvals eru hér varðveitt og væri óskandi að þau og fleiri slíkar þjóðargersemar mættu eignast sýningarstað sem hæfði – listasalinn sem marga hefur dreymt um að rísi sem viðbygging við Safnahús Vestmannaeyja.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is