14.02.2020 kl 08:00
Tígull tók stöðuna í Björgunarfélagshúsinu núna kl 7 þá voru komin 18 verkefni sem Björgunarsveitin og lögreglan hafa sinnt í nótt þar af var stærsta verkefnið þegar þak tók að losna af húsi og það nánast í heilu lagi en Björgunarsveitinni tókst að strappa það niður og það heldur enn.
Klukkan 7 á föstudagsmorgni mældist vindhraði 44 m/sek og 56 m/sek í hviðum og höfðu hviður farið í 58 m/sek á sjötta tímanum.
Enn er spáð miklum vindhraða auk þess sem loftvog er enn fallandi. Nokkuð hefur borið á rafmagnstruflunum og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þeirra segir Páley Lögreglustjóri.
Þessi átt virðist fara betur með okkur en áttin sem við vorum með í desember. Þá var norðvestan en við austanáttin fer betur með okkur.
Alls hafa 36 manns verið að störfum í nótt og hefur allt gengið slysalaust fyrir sig.
Tígull heyrið í nokkuð mörgum í nótt sem ekki gátu sofið vegna láta í veðrinu og mörgum stóð hreinlega ekki á sama þá sérstaklega þeim sem eiga heima ofarlega í bænum.
Varðandi það hvenær búast má við að taki að lægja í Vestmannaeyjum segir Páley erfitt að segja til um það. Fyrir fram hafi verið búist við hámarki á milli klukkan fimm og sjö.