Jóladagatalið staldrar við Eyjólf J. Eyfells (1886-1979) listamann að þessu sinni. J. stendur fyrir föðurnafnið, Jónsson en eftirnafnið er til heiðurs heimalandinu undir Eyjafjöllum.
Listamannsferill Eyjólfs spannaði heil 70 ár, frá 1908 til 1978 og mun vera nær einsdæmi hér á landi og víðar. Eyjólfur var náttúrubarn í list sinni og málaði gjarna fallegt landslag í góðu veðri.
Það hvílir því hefðbundin ró yfir Innsiglingunni eins og verk dagsins heitir í anda listamannsins og Eyjafjallajökull skartar sínu fegursta með perlurnar tvær að forgrunni.