17. júní – hátíðarræðan – myndir og myndband

17. júní var haldin hátíðlega að vanda í gær. Það var allt nokkuð eins og vant er, rigningin lét sjá sig, hátíðarræðan var á sínum stað, eins og fjallkonan. Íslandsmeistarar í fimleikum léku listir sínar fyrir þó nokkuð stórum hóp sem mætti í Íþróttahúsið upp úr klukkan 15.

Hér eru myndir og myndbönd frá hátíðinni:

Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setti hátíðina.
Lúðrasveit Vestmannaeyja lék falleg lög
Þó nokkuð af fólki mætti á Stakkó þótt rigningin hafi látið sjá sig eins og oft áður á 17.júní
Fjallkonan í ár var hún Sara Rún Markúsdóttir og flutti hún hátíðarljóð.
Stuðlarnir tóku nokkur lög.

Klaudia Beata Wanecka fór með hátíðarræðuna

Klaudia Beata Wanecka – Ræða 17 júní 2021

Sæl og blessuð, og til hamingju með daginn!
Ég heiti Klaudia og ég vinn sem fjölmenningarfulltrúi hér í Vestmannaeyjum. Ég er móðir, eiginkona, dóttir, systir, vinkona, frænka, tengdadóttir og Vestmannaeyingur? Eða hvað?

Hver er skilgreining á því að vera Vestmannaeyingur? Þarf ég að vera fædd hér, alin upp hér farið upp á heimaklett, borðað lunda, skreytt húsið mitt fyrir goslok og farið á þjóðhátíð árlega? Ef svo er þá snar fækkar í hópi Vestmannaeyinga ef uppfylla þarf öll þessi skilyrði.

Ég er stoltur Íslendingur, stoltur Pólverji og stoltur Vestmannaeyingur

Ég flutti til Íslands fyrir 13 árum, þá var ég 11 ára gömul. Foreldrar mínir ákváðu að hér vilja þau búa, hér er lífið öruggt og hér gott að vera. Sonur minn, Alexander Aron Wanecki fæddist á Íslandi, þann 13 apríl 2020. Hann er bæði Íslendingur og Pólverji, en ég velti fyrir mér, er eftirnafnið hans sem er ættarnafn föður fjölskyldu hans að fara hafa áhrif á hans líf? Ég velti þessu stundum fyrir mér, maður hefur heyrt um allskonar einelti, mismunun og rasisma í samfélaginu hér í eyjum og á Íslandi á undanförnum mánuðum og árum.

 • Erum við að flokka fólk eftir þeirra uppruna?
 • Erum við að gefa þeim tækifæri að taka þátt í samfélaginu?
 • Eru börnin okkar að taka það upp frá okkur þegar við hendum inn óviðeigandi komment um eitthvað sem við sjáum í sjónvarpinu?
 • Getum við bætt okkur í þessu?

Í dag eru margir að flytja til Íslands, vegna þess að fólk leitar að betra lífi og öryggi

Við búum í þéttu samfélagi sem hefur gengið í gegnum margt og stundum er erfitt að hleypa nýju fólki að. Fólkið sem kemur hingað, eignast fjölskyldu hér, börn og vill búa hér og vera hluti af samfélaginu. Erum við tilbúin að taka á móti þeim sem vilja vera með? Viljum við ekki efla mannlífið með þeim fjölbreytileika sem með innflytjendum kemur?

Vestmannaeyingar í dag eru eins fjölbreyttir og hægt er að hugsa sér

Vestmannaeyingar eru af fjölbreyttum uppruna og koma meðal annars frá Bretlandi, Litáen, Póllandi, Rúmeníu, Portúgal, Slóveníu, Króatíu, Sviss, Tékklandi eða Kúrdistan. Við getum fagnað fjölbreytileikanum og því sem fylgir honum. Öðruvísi hefðir, matur, hátíðarhöld og miklu miklu fleira. Tímarnir breytast og samfélagið með, sem er jákvæður hlutur. Við erum öll af erlendum uppruna, meira segja innfæddir þar sem fyrstu Íslendingar komu til Íslands frá Noregi. Venjumst því að fólk talar íslensku með hreim, tölum íslensku á móti þegar einhver reynir að tala íslensku við okkur. Verum opin fyrir nýjum Íslendingum, fyrir nýjum Vestmannaeyingum og fögnum fjölmenningunni!

Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir flutti ávarp nýstúdents.
Börnin af Víkinni, 5 ára deild sungu nokkur lög

Víkin
Víkin
Hjónin Kristín Halldórsdóttir og Sæþór Vídó sáu um tónlistina með Víkinni.

 

Íslandsmeistarar í fimleikum sýndu listir sínar. og ungar stúldur frá fimleikafélaginu Rán snýndu okkar dans.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search