Jólagluggi Listasafnsins dregur að þessu sinn fram einn afkastamesta málara Eyjanna, Guðgeir Matthíasson.
Myndefni hans er gjarna ólík svipbrigði heimahaganna, en Guðgeir er fæddur í Vestmannaeyjum 1940 og ólst upp að Sandi og í Vinaminni. Guðgeir er einn þeirra listamanna sem oft eru kallaðir náttúrutalent eða alþýðulistamenn þar sem hann að eigin sögn „byrjaði að fikta við listsköpun árið 1977 fyrir einkennilega tilviljun“.
Hann var að vinna sem húsamálari en fékk bágt fyrir að vinna réttindalaus. Þá byrjaði hann að vinna með olíuliti til að geta haldið áfram að mála. Ári seinna, 1978, hélt Guðgeir sína fyrstu sýningu og var áratugina á eftir allt að því óstöðvandi.
Eftirlætis myndefni margra listamanna er verk dagsins, eitt ótrúlegt litaflóð af sjálfum Heimakletti með gjaldeyri Vestmannaeyja í forgrunni og flota sem sækir fram til frekari afreka.