150 sóttu um 30 sum­arstörf hjá Vinnslu­stöðinni

03.05.2020

Áður tíðkaðist að nán­ast all­ir sem sóttu um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um fengju vinnu og hef­ur þurft að sækja mann­skap til þess að upp­fylla þörf fyr­ir­tæk­is­ins. Þessi staða hef­ur held­ur bet­ur breyst og sóttu nú 150 ein­stak­ling­ar um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, seg­ir í svari Lilju Bjarg­ar Arn­gríms­dótt­ur, yf­ir­manns starfs­manna­mála fyr­ir­tæk­is­ins, við fyr­ir­spurn 200 mílna.

Vinnslu­stöðin aug­lýsti til um­sókn­ar sum­arstörf fyr­ir páska og rann frest­ur­inn út 27. apríl. „Af reynslu fyrri ára þá var ákveðið að aug­lýsa eft­ir um­sókn­um svo við gæt­um bet­ur áttað okk­ur á því hvernig við gæt­um mannað vinnsl­una ef ekki fengj­ust næg­ar um­sókn­ir í tíma. Und­an­far­in ár má segja að all­ir þeir sem hafi sótt um hafi fengið hjá okk­ur vinnu,“ seg­ir Lilja Björg.

Færri stöður vegna óvissu

Þá var óskað eft­ir því að starfs­menn myndu leggja fram sum­ar­leyf­isósk­ir sem hún seg­ir vana­lega vera all­marg­ar, en það sé ekki til­fellið í ár og því hafi verið ráðið í færri stöður en und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum.

„Ástandið í heim­in­um ger­ir það hins veg­ar að verk­um að fólk get­ur illa skipu­lagt sín sum­ar­frí. […] Við erum með marga starfs­menn sem eru af er­lend­um upp­runa og fara marg­ir til sinna heimalanda hluta úr sumri. Nú horf­ir hins veg­ar svo til að þeir hafa ekki tök á að skipu­leggja nein ferðalög og því bár­ust fáar sum­ar­leyf­isósk­ir þegar óskað var eft­ir þeim,“ út­skýr­ir Lilja Björg. Þá hafi einnig haft áhrif að breyta hafi þurft starf­semi vinnsl­unn­ar til þess að aðlaga fram­leiðsluna að aðstæðum.

„Í ár feng­um við yfir 150 starfs­um­sókn­ir um sum­ar­vinnu en aðeins voru ráðnir inn um 30 sum­ar­starfs­menn og voru þeir all­ir ráðnir á vakt­ir í upp­sjáv­ar­vinnsl­una. Und­an­far­in 2-3 ár hafa þetta verið um 40-50 starfs­menn sem við höf­um ráðið inn á sumr­in og eins og áður seg­ir hafa nær all­ir fengið vinnu sem sótt hafa um og oft höf­um við þurft að sækja mann­skap þar sem um­sókn­ir dekkuðu ekki þörf­ina hjá okk­ur sér­stak­lega áður en við tók­um nýtt upp­sjáv­ar­frysti­hús í gagnið.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is