Boðið verður upp á 12-spora hópastarf í Landakirkju í vetur. Við köllum okkur Vini í bata og vinnuna köllum við Andlegt ferðalag. Þetta er fyrir alla sem vilja vinna með tilfinningar sínar af einlægni og kynnast sjálfum sér og Guði betur. Kynningarfundur verður mánudaginn 21. september kl. 18:30 í Safnaðarheimili Landakirkju.

Fyrstu þrír fundirnir eru opnir öllum til þess að kynnast starfseminni og reyna aðferðina. Eftir það eru myndaðir svokallaðir fjölskylduhópar og ekki bætt fleirum við. Áhersla er lögð á nafnleynd, trúnað og traust.

Nánari upplýsingar um þessa vinnu er á heimasíðu vina í bata www.viniribata.is Við notum vinnubók sem heitir Tólf sporin Andlegt ferðalag, hún fæst í bókabúðinni. Allir velkomnir.

Vinir í bata Vestmannaeyjum