Helgi R Tórzhamar Lóa

11,2 milljónir til Vestmannaeyja frá Lóu

Úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina hafa nú verið tilkynntar og hljóta 21 verkefni styrk í ár. Verkefnin eru fjölbreytt og eru m.a. á sviði nýsköpunar í matvælavinnslu, uppbyggingu í vistkerfi nýsköpunar og STEAM greina og rannsókna á sviði sjávarfallavirkjana. Þá sýndu umsóknir um styrkina að um land allt er mikill áhugi hvað varðar nýtingu og sköpun verðmæta úr þörungum.

Alls bárust 100 umsóknir um styrki í ár og samtals var tæpu­­­m 100 m.kr. úthlutað til þeirra verkefna sem matshópur um veitingu Lóu nýsköpunarstyrkja taldi skara fram úr. Hlutverk Lóu er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæða á landsbyggðinni. Styrkirnir veita aukinn slagkraft inn í nýsköpunarverkefni og stuðla að auknu samstarfi um land allt.

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina fyrir árið 2022 voru auglýstir í vor og var umsóknarfrestur til 11. maí sl. Matshópur fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um veitingu styrkja.

Forathuganir og undirbúningur fyrir nýtingu sjávarorku við Vestmannaeyjar hlaut 1.400.000.- króna styrk

Mikil þróun á sér stað í tækni varðandi öldu- og sjávarstraumsvirkjanir. Vestmannaeyjar eru umluktar sterkum sjávarstraumum og þar eru fáir aðrir staðbundnir orkukostir. Verkefmið snýst um að gera samantekt um þekkingu á sjávarstraumum við Vestmannaeyjar, um tengslamyndun við frumkvöðla og háskóla, upphaflegar rannsóknir, valkostagreiningu og tillögur að næstu skrefum.

Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar hlaut 9.800.000.- króna styrk

Í verkefninu verða könnuð tækifæri í veiðum og vinnslu á rauðátuvið Vestmannaeyjar. Stofnstærð og útbreiðsla verður könnuð, tilraunaveiðar verða framkvæmdar og meðafli og áhrif veiða á lífkerfið rannsakað. Þá verður meðhöndlun aflans, efnainnihald og geymsluþol kannað og afurðir þróaðar. Einnig verða markaðir fyrir afurðir greindir og drög að viðskiptaáætlun gerð.

Mynd: Helgi R. T.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search