Fimmtudagur 29. febrúar 2024
vsv

11 sagt upp hjá Vinnslustöðinni

Fyrir mánaðarmót var 11 fastráðnum starfsmönnum í fiskvinnslunni sagt upp störfum, þar af eru tveir sem höfðu boðað að þeir myndu hætta störfum í vor.

Jafnframt var 13 vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu lengur en til loka vetrarvertíðar.

Megináhersla verður nú lögð á saltfiskvinnslu annars vegar og uppsjávarvinnslu hins vegar í framleiðslustarfsemi Vinnslustöðvarinnar.

Fastráðnum starfsmönnum í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins fækkar og verða alls 35 til 40

Þetta kom fram á fundi sem stjórnendur Vinnslustöðvarinnar efndu til með starfsfólki í morgun.

Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri VSV, segir að fiskvinnsla fyrirtækisins hafi í raun verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við.

„Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman

Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum.

Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni.

Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu.

Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum.“

Á starfsmannafundinum kom fram að botnfiskvinnslan yrði lokuð í fjórar vikur sumar, frá 11. júlí til og með 5. ágúst. Þá verður lengra sumarorlof í boði í júní, júlí og ágúst.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search