31.07.2020
Ellefu kórónuveirusmit voru staðfest innanlands í gær, þrjú á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr einu smita á landamærunum og annað er með mótefni.
Þetta kemur fram á covid.is, en alls eru 50 í einangrun með virkt kórónuveirusmit á landinu. 287 eru í sóttkví og bætast 72 við í sóttkví frá því í gær.
Tíu smitanna innanlands fundust við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en eitt þeirra var tekið í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfiðagreiningu.
265 sýni voru tekin við á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, 837 við landamærin og 1.350 hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar.
MUNIÐ: Handþvottur er bestur, spritta inn á milli, ekki heilsast með handabandi, haldið 2m fjarlægð og virðið það í verslunum ekki vera upp í næsta manni. Minnum hvort annað á ef við gleymum okkur með kurteisi, við getum öll verið utan við okkur