Á vef rúv.is er greint frá því að stór hluti áhafnarinnar á ístogaranum Bylgju frá Vestmannaeyjum er smitaður af Covid-19.
Aðeins lítill hluti áhafnarinnar er óbólusettur. Skipið var við veiðar sunnan við Látrabjarg þegar smit greindist í hraðprófi um borð.
Að sögn Agnars Guðnasonar skipstjóra um borð er enginn skipverjanna alvarlega veikur en smitið útbreitt meðal áhafnarinnar. Að hans sögn er aðeins stærstur hluti áhafnarinnar bólusettur. Fjórir eru ekki bólusettir.
Þrettán eru um borð og hafa ellefu þeirra greinst smitaðir. Skipið er nú á Faxaflóa á leið til hafnar í Reykjavík þar sem sýni verða tekin úr skipverjum og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort að skipverjar fara í sóttvarnahús eða í sóttkví.