Löndun í Eyjum

10,62 krón­ur fyr­ir þorsk­kíló

Aug­lýs­ing um veiðigjald á þessu ári hef­ur verið birt í Stjórn­artíðind­um. Um tals­verða lækk­un er að ræða í mörg­um fisk­teg­und­um, en gjaldið miðast við hvert kíló óslægðs afla sem landað er á tíma­bil­inu 1. janú­ar til 31. des­em­ber 2020.

Veiðigjald fyr­ir þorsk er nú 10,62 kr., 14,86 fyr­ir ýsu, 1,69 fyr­ir mak­ríl og 1,57 kr. fyr­ir kíló af síld. Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur reiknað út breyt­ing­ar í ein­stök­um teg­und­um og lækk­ar veiðigjald í þorski um 23%, 8% í ýsu, 50-60% í ufsa, karfa og mak­ríl og yfir 80% í loðnu og kol­munna. Veiðigjald fyr­ir stein­bít hækk­ar um 16%, sam­kvæmt yf­ir­liti LS.

Skili um fimm millj­örðum
Áætlað er að inn­heimta veiðigjalds skili fimm millj­örðum kr. á þessu ári, en fyr­ir nýliðið ár er áætlað að greidd­ir verði um sjö millj­arðar í veiðigjald, lækk­un­in nem­ur rúm­lega tveim­ur millj­örðum eða tæp­lega 30%.

Mbl.is greindi frá þessu í morgun

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search