Strákarnir í Merkúr voru að gefa út sitt fyrsta lag af nýju plötunni sinni sem fer í loftið 14. maí
Lagið heitir „Blind“ og var það fyrsta lagið sem við sömdum eftir að hafa endurhugsað hljómsveitina. Eftir að við gáfum út fyrstu plötuna okkar „Apocalypse Rising“ árið 2018 þá fengum við góðar móttökur en því meira sem við þróuðumst sem hljómsveit því augljósara varð það að við vorum ekki að gera neitt nýtt segir Arnar Júlísson.
Við ákváðum að í staðinn fyrir að hljóma eins og allir aðrir og búa til lög sem hljóma alveg eins þá ætlum við að gera eitthvað nýtt og semja lög sem við viljum sjálfir heyra í útvarpinu.
Það byrjaði með því að stilla öll hljóðfærin okkar í stillingu sem við þróuðum sjálfir sem engin annar er að nota, Það býður okkur uppá það að búa til hljóma sem erfitt væri að gera á venjulega stilltum hljóðfærum.
Auk þess að gefa lagið út á öllum helstu streymisveitum þá ákváðum við að henda í rosalegt tónlistarmyndband. Myndbandið er tekið upp í leikhúsi Vestmannaeyja og þar voru kallaðir inn allir greiðar sem við áttum inni til þess að gera myndbandið stórkostlegt.
Öll platan er tekin upp í kjallaranum í Hvítasunnukirkju Vestmannaeyja (betel) og Arnar Júlíusson sá um alla hljóðvinnslu. Því má segja að þetta sé 100% heimagert vestmannaeyjarokk.
Við tókum þátt í músíktilraunum þegar það var haldið síðast (2019) og komumst í úrslit á dómaravali og auðvitað stefnum við á að taka aftur þátt í ár. Sú keppni mun verða í lok maí því má segja að það verði vægast sagt stór mánuður hjá okkur segir Arnar að lokum.
Stelpan á forsíðu nýja lagsins heitir Arína Bára Angantýsdóttir
