26.03.2020
Í dag um kl 17.00 eru 100 ár frá því að björgunarskipið Þór kom fyrst í höfn til eyja.
Í Vísi, þann 27.03.1920, birtist eftirfarandi tilkynning.
„Frá Vestmannaeyjum
er símað, að björgunarskipið Thor hafi komið þangað kl.5 síðdegis í gær.“
Halda átti upp á þetta í Sagnheimum um helgina en þeim hátíðarhöldum hefur verið frestað þar til síðar.
Þessi viðburður markaði stórt spor í sögu Björgunarfélagsins.
