Þriðjudagur 20. febrúar 2024

10. desember – Jóladagatal Listasafnsins

Gísli Þorsteinsson (1906-1987) frá Laufási var þekktastur sem verkstjóri hjá Einari ríka í Hraðinu og síðar einn þriggja eigenda Fiskiðjunnar.

En hann átti sér áhugamál, hann málaði myndir, en að eigin sögn aðeins fyrir sjálfan sig. Glugginn inn í þennan dag ber þess vitni að Gísli var lagtækur málari og Listasafnið á mörg góð málverk eftir hann sem væri eins og svo margt annað gaman að geta sýnt oftar. Plássleysið hamlar enda sárvantar í Vestmannaeyjum sérhannaðan málverkasal. Varðan og bóndinn heitir þetta verk og er óársett.

Það er merkilegt þegar litið er yfir hin fjölmörgu málverk Gísla sem hér eru vistuð að hvergi mætir okkur athafnamaðurinn sem harmar það hlutskipti sitt að hafa ekki getað gefið sig listinni á vald heldur aðeins stolist í fang hennar í stopulum tómstundum.

Þvert á móti birtist okkur málarinn með barnshjartað, naívistinn af Guðs náð sem innblásinn er af þjóðsögum  og glaðsinna fjöri sem endurspeglar von mannsins eftir hreinleika bernskunnar.  Það er gott að njóta listamannsins Gísla Þorsteinssonar til að minna okkur á inntak jólanna.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search