10 daga fastan er hafin hjá Tryggva, tökum stöðuna

Okkur finnst þetta mjög áhugavert verkefni og langar okkur að lofa ykkur að fylgjast með hérna á Tígli. Tryggvi ætlar að fasta í 10 sólahringa og er sólahringur nr 3 í dag. Tryggvi heldur dagbók og það er gaman að segja frá því einnig að alls eru 76 einstaklingar að fasta með honum, nei ekki í 10 daga enn allir að toppa sig í sinni lengd og alls eru þetta 142 dagar sem hópurinn fastar samtals. Við fengum leyfi frá Tryggva til að birta dagbókarfærslunar hans, og koma þær hér:

Fyrsti dagur búinn í föstu.

Mér hefur liðið vel í dag og það var ekki fyrr en 20klst inn í föstu sem ég fékk fyrstu vægu hungurverkina, en ekkert til að kvarta yfir.

Merkilegt samt hvernig lyktarskyn gagnvart mat efldist. Þegar Guðný var að elda kvöldmatinn var eins og að ég væri ofan í matnum mv lyktina, en ég var á annarri hæð. Þetta eru fyrstu tilraunir líkamans til að „vekja mig“ að borða mat. Þær eiga eftir að verða harkalegri.

Ég tek orðið tugi af eins dags föstum á hverju ári þannig að þetta reynir orðið afskaplega lítið á. En ég man að fyrsta sólahringsfastan mín tók á síðustu klukkustundirnar. En núna finn ég ekki fyrir neinum svima eða kulda eins og sumir finna fyrir.

Fyrsti sólahringurinn fer í að brjóta niður glýkógen birgðir í lifrinni og lækkar því rólega blóðsykur og ketónar í blóði hækka rólega á móti. Athugist hér að blóðsykur fer að öllu jöfnu ekki langt undir eðlileg mörk í föstu nema ef eitthvað annað er að.

Ég mældi ketóna og glúkósa í blóði núna rétt í þessu og niðurstöðurnar voru:

Ketónar í blóði: 1,4 mmol/L (50% aukning, 0,7 við upphaf föstu)

Glúkósi í blóði: 4,8 mmol/L (32% minnkun, var 7,1 mmol/l eftir máltíð í gær)

Fyrir glúkósa er 4-6 almennt talið heilbrigð vikmörk og ég reikna ekki með að fara mikið fyrir neðan 4 á næstu dögum, mögulega í 3,5.

Fyrir ketóna er 1,4 talið nokkuð hófleg fitubrennsla.

Ég steig líka á vigtina og þar sýndi hún 83,2kg sem er 800g léttari en fyrir sólahring.

Seinni partur morgundagsins og dagur þrjú er yfirleitt erfiðustu dagarnir því þá er líkaminn að klára glýkógen birgðirnar og færa sig yfir í fitu sem aðal orkuuppsprettu.

Annar sólahringur í föstu.

Ég svaf eins og Kappi og náði yfir 12 klst eðalsvefni. En þegar ég stóð upp fékk ég svima og leið ekki nógu vel, þetta var næstum akkúrat 36 klst. eftir að ég hóf föstu þannig að ég vaknaði circa um það leyti sem skrokkurinn var að klára glýkógen birgðirnar og byrja að skipta yfir í fitu sem aðal orkugjafa, lifrin byrjar líka að framleiða nýjan glúkósa úr amínósýrum í ferli sem kallast “Gluconeognesis”.

Það er alltaf svoldið högg, ég fann síðan fyrir léttum doða ekki ósvipað tilfinningunni þegar maður fer á sterk verkjalyf sem ég er kunnugur eftir handarbrot mín fyrir tveim árum.

En svo fór ég fram úr og fékk mér tvö stór vatnsglös og leið fljótlega miklu betur. Fór svo út í göngu í Paradísinni hérna í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni og spilaði smá fótbolta við Bjart. Leið vel en svona aðeins orkudoði yfir öllu samt. Hungrið einu skrefi verra en í gær en ekkert sem var erfitt að ráða við.

Ég tók mælingar klukkan 19:22 og niðurstöður voru eftirfarandi:

Ketónar í blóði 4,7 mmol/L (í gær 1,4) sem er rúmlega þreföldun frá því í gær. Ég er því auglóslega farinn að brenna fitubirgðum hratt. 4,7 er circa það sem þú getur vonast eftir að fá sem hæst af fitubrennslu fyrstu klukkustundirnar eftir erfiða HIT æfingu eins og t.d. Crossfit æfingu.

Glúkósi í blóði: 4,1 mmol/L (í gær 4,8). Þetta er í takt við það sem ég reiknaði með og reikna ég með að glúkósi í blóði muni haldast í kringum þetta bil með etv smávægilegum lækkunum eftir því sem líður á.

Þyngd: 82,2 kg (byrjaði föstu í 84,1 kg) hef því misst 1,9 kg eða 2,2% af líkamsþyngd.

Fituprósenta: 11,64% (var 12,82% við upphaf föstu) hef því misst 9,2% af heildarfitu.

Seinni partinn á morgun reikna ég með að byrja að líða betur því þá fer líkaminn að venjast orkuskiptunum.

Þrír sólahringar af föstu búnir

Mér líður miklu betur í dag en í gær. Núna er ég þægilega kominn í það að brenna fitu sem minn aðal orkugjafa og líkaminn hefur jafnað sig á „umskiptunum“.

Mér leið vel í dag og ég hafði næga orku. Ég fór tvisvar í Kirkju og seinni Kirkjan sem var minningarmessa um fórnarlömb umferðarslysa var gríðarlega áhrifarík og mikil upplifun. Ég kom síðan heim og setti upp jólaskraut á húsið með Gudny Sigurmundsdottir og er bara nokkuð sáttur með árangurinn.

Eina sem ég var ekki nógu sáttur með í dag var að stress mælingar voru í hærri kantinum (36 af 100, er vanalega í kringum 30) en það er vissulega aukið stress álag á líkamann að vera í föstu því líkaminn reynir að koma manni í gír til að „veiða“ og þ.a.l. keyra upp stress.

En ég tók bæn og lestur seinni partinn og þá keyrðist stressið niður (úr 96 sem ég var í þá í 32). Þetta er mælt með vivosmart 4 health tracker.

Mælingar dagsins:

Ketónar í blóði 6,1 (voru 4,7 í gær). Ég er núna að brenna fitu á sannkölluðum keppnishraða.

Glúkósi í blóði 4,2 (var 4,1 í gær), þetta er nokkuð magnað að glúkósi hækkar á milli daga, mjög ánægður að sjá þetta.

Þyngd: 80,6 kg (var 82,2 kg í gær) þetta er 2% lækkun í þyngd á einum degi sem er mjög mikið. Þyngdartapið mitt núna er 3,4 kg á 3 sólahringum, en í 7 sólahringa föstunni hafði ég tapað 2,6 kg eftir þrjá sólahringa. Ég reikna með að ég sé að tapa þyngd hraðar núna því ég er með meiri fituprósentu og þyngri en síðast.

Það sem er að gerast í skrokknum á mér núna er að þríglýseríð, það form fitu sem er notað til geymslu í líkamanum er brotið niður í uppbrotseininguna glýseról ásamt fitusýrukeðjum. Glýserólið er notað í „glúkónógenes“ ferli þannig að hægt sé að nota amínósýrurnar til prótein myndunnar. Fitusýrurnar eru notaðar beint sem orka af flestum vefjum líkamans en ekki heilanum samt. Líkaminn notar fitusýrur til að búa til ketóna sem geta komist upp í heilann í gegnum “blood brain barrier” og þessa ketóna notar heilinn sem orkugjafa.

Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því að ég fasta, líkamleg áhrif og andleg áhrif.

Hér hef ég tekið saman lykil punkta varðandi líkamleg áhrif. Ég vona að þetta gagnist einhverjum. Aðvörun þó að þetta verður svoldið mikið nörda skjal á köflum…

„Hluti af ávinningi þess að fasta er að föstur:

*Auka einbeitingu og skýra hugsun (lengri föstur þegar heilin er farinn að bota Beta-HBA ketóna sem orkugjafa)

*Eru skilvirkasta leiðin til að ganga á fitubirgðir líkamans.

*Lækka blóðsykur sem getur verið hollt fyrir marga

*Bætir insúlín næmi sem er oft stór vandamál hjá fólki sem er í yfirþyngd og gjarnan ein af lykilorsökum þess að fólki gengur illa að grennast.

*Eykur og/eða viðheldur grunnbrennslu á meðan gengið er á fitubirgðir (sem t.d. kaloríufækkun gerir ekki)

*Lækkar kólesterol í blóði

*Hefur fyrirbyggjandi áhrif á að ýmsir sjúkdómar myndast eins og krabbamein og Alzheimers

*Lengir lífslíkur

*Minnkar bólgur í líkamanum“

„Hér er mikilvægt að átta sig á því að næstum öll okkar hafa yfirdrifið nóg af orku í fitubirgðum okkar til að ganga lengi á þær. Hversu mikla orku geymum við?

Eitt pund af fitu (453 g) geymir 3500 hitaeiningar. Sem þýðir að eitt kíló af fitu geymir geymir um 7700 hitaeiningar.

Tökum mig sem dæmi. Við upphaf föstu var ég 84 kg. Ég var 12,82% fita sem er nokkuð undir meðalmanni. Meðal karlmaður á mínum aldri á Íslandi er líklega nær 20% og í Bandaríkjunum er meðal karlmaður á mínum aldri með um 25% líkamsfitu skv tölum frá National Health and Nutrition Examination Survey.

Þannig að við upphaf föstu var ég með 10,8kg af líkamsfitu. Þetta þýðir að ég ber utan á mér orkuforða sem er uþb 83 þúsund hitaeiningar. Miðað við hæð, þyngd, aldur og líkamlega virkni hjá mér þarf ég um 3000 hitaeiningar á dag. Þetta þýðir að ég ber utan á mér orku sem ætti að geta nægt mér í 27,7 daga!“

Hérna er linkur á enn frekari upplýsinar um föstuna.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search